88 Húss fréttir nóv 2014
mánudagur, 10 nóvember 2014

Nemendur í FS hafa verið að nýta 88 Húsið í hádeginu á mánudögum og stöku kvöld að undanförnu undir styrkri stjórn Ingigerðar Sæmundsdóttur.

Vinasetrið undir stjórn Óla Atlasonar nýtir 88 Húsið um helgar undir starfsemi sem tengist Vinasetrinu.

Starfsfólk Miðbergs heimsótti 88 Húsið á dögunum og fékk kynningu á starfinu en til stendur að efla ungmennahúsa starf í Breiðholti á næstunni.

Í tilefni af 10 ára afmæli forvarnardaga ungra ökumanna var haldinn rýnifundur um verkefnið. Ungmennin höfðu tekið þátt í könnun og skemmst er frá því að segja að þau eru mjög ánægð með verkefnið.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP