Heim
Mikið stuð á hittingi Ungmennahúsa !
fimmtudagur, 02 júlí 2015

Mikil stemmning var á hittingi ungmennahúsa!

 Farið var í Paintball og ratleik ásamt því að borðað var saman. Virkilega vel heppnað og voru þátttakendur 88 Hússins til fyrirmyndar nú sem endranær. 

 Viðburðurinn markaði lok vetrarstarfs.

Gleðilegt sumar og hafið það gott. 



Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Paintball- og ratleiksmót Ungmennahúsa 30.maí nk.
miðvikudagur, 13 maí 2015
 Paintball- og ratleiksmót Ungmennahúsa verður haldið 30.maí nk. í Gufunesbæ og skemmtigarðinum í Grafarvogi. Fulltrúar 88 Hússins taka að sjálfsögðu þátt.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Bubbleboltamótið
föstudagur, 24 apríl 2015
 Fulltrúar 88 Hússins tóku þátt í Bubbleboltamóti 18. apríl sl. Um var að ræða mót sem var skipulagt af samráðsvettvangi Ungmennahúsa. Eftir mótið var borðuð pizza og farið í sund.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Forvarnardagur ungra ökumanna 22. apr sl
miðvikudagur, 22 apríl 2015

Test

Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu 22.apríl sl. u.þ.b. 80 nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt. Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni. Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila, þau fengu að prufa ölvunargleraugu auk þess sem fíkniefnahundur leitaði af fíkniefnum sem búið var að fela á nokkrum stöðum.

Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur.

Eins og undanfarin ár voru grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum. Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.



Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fréttir mars 2015
fimmtudagur, 19 mars 2015
Ræðulið FS sigraði Borgó í 8 liða úrslitum og er komið í undanúrslit ! Liðið æfði af miklu kappi í 88 Húsinu í undirbúningnum.

Vox Arena leiklistarklúbburinn var með maraþon helgi í 88 Húsinu 14. til 15. mars þar sem að þau æfðu, en nú styttist óðfluga í frumsýningu.

5 ungmenni úr ráðinu eru á leiðinni á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2015 sem haldin verður á Snæfellsnesi dagana 25. - 27. mars nk.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
88 húss fréttir febrúar 2015
miðvikudagur, 25 febrúar 2015
Samstarfsvettvangur Ungmennahúsa hittist í Holtinu í Reykjavík föstudaginn 20. febrúar sl. Tekinn var ákvörðun á fundinum að halda bubbluboltakeppni þann 18. apríl í Skelinni ungmennahúsi sem er staðsett á Seltjarnarnesi.

Forsvarsmenn Hnísunnar voru að klippa þáttinn sinn í 88 Húsinu mánudaginn 23. febrúar.

Forvarnardagur Ungra ökumanna verður haldinn með hefðbundnu sniði 11. mars nk.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Gettu betur lið FS á leiðinni í sjónvarpið !
fimmtudagur, 29 janúar 2015
Lið skólans er komið í 8 liða úrslit í Gettu betur, spurningakeppni framhaldskólanna. Í fyrstu umferð keppninnar tapaði okkar lið fyrir Flensborgarskóla en komst áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið. Í næstu umferð sigraði okkar fólk síðan lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og er því komið í 8 liða úrslit sem fara fram í Sjónvarpinu. Þar mætum við liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ 4. febrúar.

Lið skólans skipa Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir. Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir. Þjálfari liðsins er Grétar Þór Sigurðsson.

Mynd sem fylgir með er tekin í 88 Húsinu er liðið var við æfingar.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Niðurstöður 9 - 16 af 80
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890