Heim
Fjörefni fer af stað
þriðjudagur, 22 febrúar 2011
Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum býður upp á 8 vikna námskeið fyrir ungt fólk. Námskeiðiðinu er ætlað að efla þá einstaklinga sem taka þátt. Fengnir verða allskyns fyrirlesarar inn á námskeiðið og mikið verður byggt á hópefli. Námskeiðið fer fram í 88 Húsinu frá klukkan 10.00 til klukkan 15.00 mánudaga til fimmtudaga. Námskeiðið er samstarfsverkefni MSS, VMST, Virkjunnar og 88 Hússins. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Kristín Örlygsdóttir og Jenný Magnúsdóttir.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
88 Húss fréttir
þriðjudagur, 22 febrúar 2011
Töluverð seinkun hefur verið á framkvæmdum. Þar sem margvíslegt sem sem við sáum ekki fyrir hefur gerst. Svo sem leki á þaki og ofnakerfi os.frv. Húsið hefur þó verið í notkun t.d. Radda lan og Spunaspilaklúbburinn.

Alltaf er hægt að fá húsið undir margvíslega starfssemi. Hafið samband á Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Forvarnardagur ungra ökumanna gekk vel:)
fimmtudagur, 03 febrúar 2011
Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu í dag og tóku um 170 nemendur í lífsleikniáfanga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þátt. Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar. Markmið verkefnisins er að vekja umhugsun hjá ungmennum um þá ábyrgð sem fylgir því að aka bíl, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að prófa veltibíl og ölvunargleraugu. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn sviðsettu svo slys fyrir nemendur og fengu þeir að sjá hvernig þeir athafna sig við slys og þegar klippa þarf bíl í sundur. Eins og undandarin ár voru svo grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum í hádeginu.

Gerð var könnun á nemendum síðasta vetur þegar svona dagur var haldinn og nemendur spurðir ýmsa spurninga um verkefnið. Mjög há prósenta taldi þennan dag hafa jákvæð áhrif og einnig stór hópur fannst sviðsetta slysið vera mjög fróðlegt að sjá. Kristján Freyr eða Krissi lögga sló einnig í gegn hjá nemendum en um 93,5% fannst fyrirlestur hans fróðlegur og skemmtilegur. Áhugaverðustu niðurstöður könnunarinnar voru þó þær að um 86 prósent nemenda voru meðvitaðir um hraðaakstur ungra ökumanna og má segja að samkvæmt skýrslu sem unnin var úr þessum gögnum að þá hefur þetta verkefni gríðarlega mikil áhrifa á unga ökumenn.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
Meira...
 
Fréttir frá 88 Húsinu
mánudagur, 17 janúar 2011
Eins og flestum ætti að vera kunnugt eru ýmsar breytingar framundan. Nú þegar er búið að færa hjólabrettapallana út á lóð 88 Hússins. Fjörheimar félagsmiðstöðin er að vinna að því að opna í vélasal þar sem að pallarnir voru áður. 88 Húsið verður þ.a.l. lokað á meðan að breytingarnar eiga sér stað.

Þó er Ýmir og lanarar að nota húsið. Nýr opnunartími verður auglýstur þegar við opnum.

Í byrjun febrúar verður haldinn hinn árlegi forvarnardagur ungra ökumanna í 88 Húsinu.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fyrirlestrar í FS
mánudagur, 15 nóvember 2010
Starfsfólk 88 Hússins mun í vikunni heimsækja nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og fræða þau um skaðsemi reykinga og ábyrga netnotkun. Það er forvarnarfulltrúi FS sem hefur veg og vanda að skipulagningunni.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Styrktartónleikar lokið
mánudagur, 01 nóvember 2010
Hjálpum Ísak að fá Gabríel heim!

Styrktartónleikar voru haldnir 88 Húsinu laugardaginn 6. nóvember.

Fram komu

Ástþór Óðinn
Mc Ísaksen
Stjörnuryk
Heiður
Bríet sunna

Á efri hæð var kökubasar og á svæðinu voru hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Morfíslið FS æfir í 88 Húsinu
mánudagur, 01 nóvember 2010
Morfíslið FS er þessa dagana að undirbúa sig undir harða keppni við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Keppnin er á miðvikudaginn klukkan 20.00 í FS. Umræðuefnið er ekki af verri endanum - Er innrásin í Írak réttlætanleg?


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fifamót í 88 Húsinu 2. nóv
mánudagur, 01 nóvember 2010
Fifamót varerður haldið í 88 Húsinu þriðjudaginn 2. nóv mótið var haldið í samstarfi við NFS og heppnaðist vel.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Niðurstöður 65 - 72 af 80
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890