Heim
NFS hefur opnað skrifstofu sína í 88 Húsinu !
mánudagur, 14 október 2013

NFS hefur opnað skrifstofu sína í 88 Húsinu !

 

Þau hyggjast bjóða upp á skemmtikvöld í samstarfi við 88 Húsið.

 

Ræðulið FS í Morfís hafa verið að undanförnu með æfingar og svo er ungmennagarðurinn að rísa, spennandi tímar framundan:)Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fréttir frá 88 Húsinu
föstudagur, 22 febrúar 2013
Á dögunum fór fram árlegur forvarnardagur ungra ökumanna  í 88 Húsinu um 150 nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt.

Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni. Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila, þau fengu að prufa ölvunargleraugu. Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur. Eins og undanfarin ár voru grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum. Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Lands.ing ungmennahúsa
fimmtudagur, 17 janúar 2013
Þátttakendur frá 88 Húsinu taka þátt í landsþingi Ungmennahúsa sem haldið verður í Molanum ungmennahúsinu í Kópavogi og Hinu Húsinu í Reykjavík. Hægt er að sjá dagskrá með því að smella á meira.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
Meira...
 
88 Húss fréttir !
föstudagur, 16 nóvember 2012
88 Húss fréttir;

Spunaspilaklúbburinn Ýmir hélt á dögunum upp á 3 ára afmælið sitt með pompi og prakt. En klúbburinn hefur frá stofnun haft aðsetur í 88 Húsinu. Innilega til hamingju með afmælis Ýmir.

Stökkpallurinn - námskeið fyrir unga atvinnuleitendur er búið að vera í gangi í 88 Húsinu undanfarnar vikur undir styrkri stjór Jennýar Magnúsdóttir hjá MSS. Námskeiðið þótti takast vel:)

NFS (Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja) verður með FIFA 13 mót í 88 Húsinu föstudaginn 23. nóvember nk.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Ungmennaþjónusta á HSS
föstudagur, 02 nóvember 2012
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur farið af stað með nýja þjónustu innan heilsugæslunnar sem miðar að því að ná til og þjónusta ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum 16-25 ára. Þjónustan er hugsuð þannig að ungmennin geta sent tölvupóst á netfangið Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn með þeim spurningum, vangaveltum og vandamálum sem á þeim brenna og fengið svar frá hjúkrunarfræðingi innan 48 klukkustunda. Ljóst er að þessi aldurshópur er ekki nægilega vel upplýstur um þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu og því er þetta liður í því að koma til móts við þau á þann hátt að þau geti fengið faglegar leiðbeiningar og/eða stýringu inn í viðeigandi úrræði og lausn á sínum vandamálum eða fyrirspurnum. Við undirbúning þjónustunnar var gerð lítil rannsókn og kom þar bersýnilega í ljós að unga fólkið er að glíma við margþætt vandamál eins og sálfélagsleg-, kynferðisleg-, líkamleg- og neyslutengd vandamál. Einnig sýndu niðurstöðurnar að ungmennin töldu þörf á aukinni þjónustu hér á svæðinu og voru almennt mjög jákvæð fyrir því að leita eftir þjónustu hjúkrunarfræðinga í formi tölvupósta.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Forvarnardagurinn lukkaðist vel:)
þriðjudagur, 02 október 2012
Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu miðvikudaginn 26. september sl. og tóku um 140 nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þátt.
Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila, þau fengu að prufa ölvunargleraugu auk þess sem fíkniefnahundar leitaðu af fíkniefnum sem búið var að fela á nokkrum stöðum.

Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur.Eins og undanfarin ár voru grillaðar pylsur í hádeginu handa öllum þátttakendum .

Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Haustfréttir frá 88 Húsinu
þriðjudagur, 28 ágúst 2012
Þó svo að 88 Húsið hafi verið lokað í sumar og aðstaðan nýtt undir Vinnuskólann á daginn. Þá er ekki þar með sagt að húsið hafi ekki verið nýtt sem skyldi. Lanverjar og Ýmismenn fóru ekki í neitt sumarfrí og voru með sína starfssemi í gangi í sumar. Í húsinu gista nú um 12 sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum Seeds en þau vinna að allskyns verkefnum í bænum okkar. Framundan eru hefðbundin verkefni svo sem Forvarnardagur ungra ökumanna og margt fleira. Þau sem hafa áhuga á að fá húsið lánað undir starfssemi eða klúbba geta sent email Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn Kveðja starfsfólk 88 Hússins


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fréttir frá 88 Húsinu
fimmtudagur, 03 maí 2012
Fjörefni námskeið fyrir unga atvinnuleitendur fór af stað í apríl. Um er að ræða 8 vikna námskeið sem er stjórnað af Jenný Magnúsdóttur. Sambærilegt námskeið var haldið fyrir ári síðan og þótti takast vel.

Starfsfólk 88 Hússins fór á dögunum á námskeið í mannréttindafræðslu ungs fólks. Námskeiðið stóð yfir í tvo daga og er liður í undirbúningi fyrir stofnun ungmennaráðs Reykjanesbæjar.

88 Húsið fékk inngöngu í Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) í apríl. 88 Húsið væntir mikils af því samstarfi sem þar er boðið upp á.

Fjölmenningardagurinn sem haldinn var í 88 Húsinu á síðasta ári verður nú haldinn í Duus húsum laugardaginn 5. maí - allir velkomnir:) Dagskránna er hægt að sjá með því að smella á meira.

Fyrir utan það hefðbundna starfs sem boðið er upp á svosem Spunaspilsklúbbinn Ýmir, Lanverja og lærdómsaðstöðuna svo eitthvað sé nefnt:)


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
Meira...
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Niðurstöður 41 - 48 af 80
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890