Heim
0 prósent hreyfingin í 88 Húsinu
þriðjudagur, 12 ágúst 2014
0 % í Reykjaneesbæ fyrir 18 - 30 ára !

0% er hópur af fólki á aldrinum 18 - 30 ára sem skemmtir sér án áfengis og vímuefna. Við hittumst á hverjum þriðjudegi í 88 Húsinu frá klukkan 20.00 – 22.00 og gerum fullt af mismunandi hlutum, til dæmis hópeflisleiki, horfa á kvikmyndir eða bara taka því rólega.

Af og til verður gert eitthvað sérstakt eins og að panta pizzu, fara í bíó eða jafnvel fara í ferðir.

Endilega láttu sjá þig. 0 prósent hreyfingin.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Spunaspilaklúbburinn Ýmir í 88 Húsinu í sumar
miðvikudagur, 21 maí 2014
Spunaspilaklúbburinn Ýmir verður í 88 Húsinu í sumar tvisvar í viku. Eyþór Ingi sem sló í gegn í Biggest Looser þáttunum hefur verið driffjöðurinn í klúbbnum undanfarin ár.

Verið velkomin Spunaspilafólk.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Ungt fólk og lýðræði
miðvikudagur, 07 maí 2014
Vilja lækka kosningaaldur niður í 16 àr!

Ràðstefnan Ungt fólk og lýðræði lvar haldin á Ísafirði á dögunum ! Fulltrúar 88 Hússins í Ungmennaráði Reykjanesbæjar voru Azra Crnac og Thelma Rún Matthíasdóttir.

Meðal þess sem samþykkt var à þinginu var að skora à ràðamenn að lækka kosningaaldur niður í 16 àr. Allt sem samþykkt var verður sent þingmönnum og sveitastjórnarfólki.

Illugi Gunnarsson àvarpaði ràðstefnuna àsamt Daníel Jakobssyni bæjarstjóra Ísafjarðar.

Ràðstefnan er skipulögð af UMFÍ.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fréttir frá 88 Húsinu
fimmtudagur, 17 apríl 2014
Listakvöld NFS og 88 Hússins fór fram á dögunum.

Ráðstefnan Ungt fólk og Lýðræði var haldin á Ísafirði. 88 Húsið sendi báða fulltrúana sína úr Ungmennaráði Reykjanesbæjar þær Özru Crnac og Thelmu Rún Matthíasdóttur.

0 % hreyfingin heldur áfram að nota húsið og fékk nýverið úthlutan skáp í húsinu undir sitt dót. Þau munu taka á móti erlendum gestum í sumar og gista í húsinu.

Mikill undirbúningur hefur staðið yfir að undanförnu vegna opnun Ungmennagarðsins sem verður opnaður formlega fimmtudaginn 24. apríl kl 15.00


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Forvarnardagur ungra ökumanna
þriðjudagur, 11 mars 2014
Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna fór fram í 88 Húsinu 12. mars s.l. U.þ.b. 150 nemendur à fyrsta àri í Fjölbrautarskóla Suðurnesja tóku þàtt.

Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þà àbyrgð sem fylgir því að fà bílpróf, fækka umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Að auki fengu ungmennin að prufa ölvunargleraugu.

Sviðsett var umferðarslys à planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjà hvernig lögregla og sjúkraflutningarmenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur.

Líkt og undanfarin àr voru grillaðar pylsur handa öllum þàtttakendum.

Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar à Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Fundur ungmennahúsa
þriðjudagur, 11 mars 2014
Fulltrúar Ungmennaráðs sóttu fund Ungmennahúsa sem haldinn var á Selfossi á dögunum.

13:00 - Kynning og "Update" frá Ungmennahúsunum

13:30 - Samfés sem móttöku- og sendisamtök fyrir evrópsku sjálfboðaliðaþjónustuna (EVS)
14:15 - Ungmennahús í Samfés og Aðalfundur
15:15 - Landsþing/Stórviðburður Ungmennahúsa á haustönn
16:00 - Kynning frá Evrópu Unga Fólksins á Erasmus + styrkjaáætluninni.
17:00 - Slit


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Velkomnir Hackerspace og Lanverjar í 88 Húsið
miðvikudagur, 19 febrúar 2014
Velkomnir Hackerspace og Lanverjar í 88 Húsið. En þessir hópar eru nýjustu hóparnir sem nýta húsið.

12 mars verður forvarnardagur ungra ökumanna.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
Gettu betur og 0 % hreyfingin
þriðjudagur, 14 janúar 2014
Gettu betur lið Fjölbrautarskóla Suðurnesja hefur æft af miklu kappi í 88 Húsinu að undanförnu. Þeir mæta Menntaskólanum á Egilsstöðum sunnudaginn 19. janúar kl 14.30 á ruv.is

0 % hreyfingin fundaði í 88 Húsinu 13. janúar s.l. til greina kemur að þau flytji fundi sína í 88 Húsið á árinu sem er ný hafið.


Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Niðurstöður 25 - 32 af 80
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890