Fyrsta athöfnin fór fram á Sumardaginn fyrsta 2014, en þá voru afhjúpaðir 6 minningarplattar.
Athöfn II fór fram 6. september 2014 en þá voru afhjúpaðir 20 plattar og núna verða afhjúpaðir 5 plattar. Minningarlundurinn er hluti af Ungmennagarði sem staðsettur er við Hafnargötu 88.
Hugmyndin um lundinn kom frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar sem vildi minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem hefur látist eða horfið og voru á aldursbilinu 13-25 ára.
Íþrótta- og tómstundaráð lætur útbúa plattana og koma þeim fyrir og er allur kostnaður greiddur af Reykjanesbæ.
Lovísa Hafsteinsdóttir formaður Íþrótta- og tómstundaráðs ávarpaði gesti.
Valdimar Guðmundsson söngvari söng tvö lög og séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur í Njarðvík flutti stutta hugvekju.
Fulltrúar frá skátumstóðu heiðursvörð.
voru þeir afhjúpaðir við hátíðlega athöfn 3.september n.k :
Svavar Steinn Pálsson f.21. nóvember 1976 d. 30. júní 1997
Sverrir Jón Magnússon f. 21. desember 1963 d. 02. júní 1979
Sigurður Páll Jórunnarson f.18. febrúar 1982 d. 13. janúar 2001
Pétur Hermannsson f. 14. mars 1957 d.17. febrúar 1982
Kristín Vilborg Árnadóttir f. 22. febrúar 1961 d. 05. júlí 1983
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar