Heim
Ungmenni frá 88 Húsinu í Árborg Prenta Senda í pósti
mánudagur, 10 nóvember 2014

Kraftur í ungu fólki á landsþingi ungmennahúsa

Landsþing ungmennahúsa fór fram á Árborg helgina 31.október til 2. nóvember. Ríflega fimmtíu ungmenni og starfsmenn frá 11 ungmennahúsum sóttu þingið. Ungmennahús starfa víðsvegar um land, en þar er boðið upp á aðstöðu og dagskrá fyrir 16 ára og eldri.

Á meðal umræðuefna þingsins var tónlistarsamstarf á milli húsa, en hugmyndin er að hljómsveitir frá mörgum ungmennahúsum haldi saman tónleika víðsvegar um landið. Rannveig Lind Bjargardóttir úr ungmennahúsinu Íbúðinni í Safamýri, var ein þeirra ungmenna sem sóttu þingið. ,,Það var rosalega gaman að finna samstarfsandann í hópnum, en það er ekkert vafamál að þessi aldurshópur hefur verið vanræktur hvað varðar félags- og tómstundastarf.” Hún bætir við að ekki henti öllum ungmennum að sækja skóla og þá sé ekki mikið um sérstakt félagsstarf fyrir þetta aldursbil.

Á dagskrá þingsins voru ýmsir fyrirlestrar og smiðjur, svo sem kynning á lýðræðisstarfi á Seltjarnarnesi, umfjöllun um samfélagsmiðla og sérstakt vinnuferli um hæfni til hópavinnu. Helgin er mikilvægur vettvangur fyrir ungmennahúsin til þess að mynda tengslanet og deila reynslu og góðum hugmyndum. Guðmundur Ari Sigurjónsson var einn skipuleggjenda og var mjög ánægður með þingið. ,,Það er greinilegt að það býr mikill kraftur í ungu fólki og ég skora á sveitarfélögin að finna fleiri leiðir til að virkja þennan kraft til góðra verka.”

Þátttakendur frá 88 Húsinu voru Lovísa Lóa Annelsdóttir, Berglind Ásta Kristjánsdóttir, Daníel James, Halldór Ingvar Matthíasson og Alexandra Marín.Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
< Fyrri   Næsta >
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890