föstudagur, 02 nóvember 2012 |
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur farið af stað með nýja þjónustu innan heilsugæslunnar sem miðar að því að ná til og þjónusta ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum 16-25 ára. Þjónustan er hugsuð þannig að ungmennin geta sent tölvupóst á netfangið
Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn
með þeim spurningum, vangaveltum og vandamálum sem á þeim brenna og fengið svar frá hjúkrunarfræðingi innan 48 klukkustunda. Ljóst er að þessi aldurshópur er ekki nægilega vel upplýstur um þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu og því er þetta liður í því að koma til móts við þau á þann hátt að þau geti fengið faglegar leiðbeiningar og/eða stýringu inn í viðeigandi úrræði og lausn á sínum vandamálum eða fyrirspurnum. Við undirbúning þjónustunnar var gerð lítil rannsókn og kom þar bersýnilega í ljós að unga fólkið er að glíma við margþætt vandamál eins og sálfélagsleg-, kynferðisleg-, líkamleg- og neyslutengd vandamál. Einnig sýndu niðurstöðurnar að ungmennin töldu þörf á aukinni þjónustu hér á svæðinu og voru almennt mjög jákvæð fyrir því að leita eftir þjónustu hjúkrunarfræðinga í formi tölvupósta.
|