Heim
Geimverur, draugar og dulræn málefni. Prenta Senda í pósti
þriðjudagur, 27 apríl 2010

Nú verður skemmtilegasti fyrirlestur ársins hér í 88 Húsinu. Magnús Skarphéðinsson ætlar að koma og heimsækja okkur miðvikudaginn 5.maí klukkan 20:00 og halda fyrirlestur um geimverur, drauga, dulræn málefni. Magnús hefur nokkrum sinnum áður heimsótt 88 Húsið og iðulega hefur verið troðfullt hús. Á fyrirlestrinum mun Magnús sýna myndir af geimverum og draugum einnig verða myndskeið spiluð .Við skorum því á þig að mæta og verða vitni af flottasta fyrirlestri ársins. Þess má geta að Magnús hefur getið sér gott orð sem formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur.Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
< Fyrri   Næsta >
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890