Heim arrow Um 88 húsið
Um 88 húsið Prenta Senda í pósti

88 húsið er menningarmiðstöð fyrir 16 ára og eldri í Reykjanesbæ og var tekin í notkun í janúar 2004. Starfsemin í húsinu er margs konar og þar er t.d. kaffihús, þar sem gestir geta sest og lesið blöð og tímarit og sopið á fríu kaffi eða djús. Einnig er þar tölvuver með fjórum tölvum, snókerborð og borðtennisborð, píluspjöld og breiðtjaldssjónvarp með þægilegri áhorfsaðstöðu. Í húsinu, sem er þrjár hæðir, er fundarherbergi til afnota fyrir félög og klúbba.
--------------------------------------------------

MARKMIÐ 88 HÚSSINS ERU...
...að bjóða upp á heilbrigðan valkost í afþreyingu ungs fólks í Reykjanesbæ.
...að aðstoða ungt fólk við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
...að vera leiðandi í jákvæðu starfi ungs fólks í Reykjanesbæ í samstarfi við hina ýmsu aðila.

--------------------------------------------------

OPNUNARTÍMI:
Ekki er neinn auglýstur opnunartími í 88 Húsinu. Ungmenni hafa stofnað klúbba og tryggt sér þannig aðgang að húsinu. Einnig er hægt að fá lánað húsið undir stöku viðburði eða fundi:) endilega hafið samband á Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn
--------------------------------------------------

Gunnhildur Gunnarsdóttir Sími 891-9101 Uppeldis- og menntunarfræðingur

Netfang: Þetta netfang er varið fyrir auglýsingasendum, þú þarft að virkja JavaScript til að skoða póstinn

____________________________




Deila þessari frétt ...
Reddit! Del.icio.us! Mixx! Free and Open Source Software News Google! Live! Facebook! StumbleUpon! Yahoo! Joomla Free PHP
 
88 húsið • Hafnargata 88 • 230 Reykjanesbær • Sími: 421-8890